Vinnustofur um endurskoðun stofnanasamninga

Markmiðið með vinnustofunum er að koma á framfæri raunhæfri þekkingu sem þátttakendur geta nýtt beint við gerð stofnanasamnings og stilla saman strengi hverrar samstarfsnefndar og að þær verði upphafið að starfinu við gerð nýs stofnanasamnings á hverri stofnun. 

Vinnustofurnar eru fyrst og fremst ætlaðar þeim sem sitja í samstarfsnefndum stofnana, bæði fulltrúum starfsmanna og stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að fulltrúar frá hverri stofnun fyrir sig taki sameiginlega þátt í vinnustofunni. Á vinnustofunum verður unnið í hópum og situr þá samstarfsnefnd hverrar stofnunar saman í hóp og ræðir málefni sem tengjast stofnanasamningi viðkomandi stofnunar.

Vinnustofur verða haldnar eftirfarandi daga að Grettisgötu 89, 1. hæð, kl. 13:00 – 16:30.

Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst á þá dagsetningu sem hentar þinni starfsemi best.

 

 

Samstarfsnefndir - Ríkið

Í ljósi þeirra verkefna sem framundan eru hjá SFR þarf að skipa í samstarfsnefndir stofnana. Hlutverk samstarfsnefndanna á hverri stofnun er m.a. að endurskoða stofnanasamninga. Stór verkefni eru framundan vegna aðlögun stofnanasamninga að nýrri launatöflu sem tekur gildi þann 1. júní 2017.

Trúnaðarmenn SFR eru öllu jafna, skv. grein 11.5.1 í kjarasamningi SFR við fjármálaráðherra, í forsvari í nefndinni af hálfu SFR (sjá reglur um skipun fulltrúa í samstarfsnefndir stofnana). Fulltrúar starfsmanna/stéttarfélags eiga 3 fulltrúa í samstarfsnefnd og þrjá varamenn.

 Skipun fulltrúa SFR í samstarfsnefndir  skal  fara  fram  fyrir  24. september 2016.

Reglur um skipun fulltrúa í samstarfsnefnd

  • Trúnaðarmenn SFR eru sjálfkjörnir í samstarfsnefnd á sínum vinnustað. Aðrir fulltrúar skulu tilnefndir af trúnaðarmanni SFR. Ekki skulu vera færri en þrír fulltrúar SFR í hverri samstarfsnefnd, að trúnaðarmanni og fulltrúa skrifstofu meðtöldum. SFR leggur til að megin reglan sé að fulltrúi skrifstofu verði fyrsti varamaður, en þannig verður aðkoma sérfræðinga SFR í kjarasamningsgerð að samstarfsnefndinni tryggður.
  • Á þeim stofnunum þar sem fleiri en 3 trúnaðarmenn eru skulu þeir taka ákvörðun sína á milli um hverjir eru aðalmenn og hverjir varamenn, t.d. með kosningu.
  • Að loknu vali á samstarfsnefnd skal trúnaðarmaður stofnunar senda SFR upplýsingar um hverjir sitja í samstarfsnefnd stofnunar fyrir hönd starfsmanna/félagsmanna SFR.
  • Skrifstofa SFR mun í kjölfarið senda samningsaðilum tilkynningu um fulltrúa starfsmanna í samstarfsnefnd viðkomandi stofnunar.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)