Félagsmenn SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar samþykktu sameiningu félaganna í allsherjar atkvæðagreiðslu sem lauk 9. nóvember, en meirihluti beggja félaga samþykkti sameininguna.

Alls tóku 40,75% félagsmanna SFR þátt í atkvæðagreiðslunni og féllu atkvæði þannig: 57,25% sögðu já en 37,07% sögðu nei, en 5,68% tóku ekki afstöðu.
Hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar féllu atkvæði þannig að 77,02% sögðu já en 17,56% sögðu nei, en 5,42% tóku ekki afstöðu. Alls tóku 27,34% félagsmanna St.Rv. þátt í atkvæðagreiðslunni.


Forysta félaganna fagnar þessum úrslitum og þakkar öllum þeim fjölda félagsmanna sem kynntu sér málið og tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Við lítum björtum augum til framtíðar og þeirra tækifæra sem stærra og sterkara stéttarfélag mun gefa okkur. Sameinað félag mun vera betur í stakk búið til þess að mæta verkefnum framtíðarvinnumarkaðarins. Við munum í nýju félagi standa vörð um réttindi og kjör félagsmanna og leitast við að auka þjónustuna. Þetta verða sameiginleg verkefni okkar næstu misserin og munu trúnaðarmenn sem og félagsmenn allir vera virkjaðir í því starfi.

____________________________________

ATKVÆÐAGREIÐSLA - UPPÝSINGAR

Rafræn atkvæðagreiðsla hefst kl. 12 þriðjudaginn 6. nóvember og stendur til kl. 12 föstudaginn 9. nóvember 2018

Til þess að kjósa þurfa félagsmenn að velja Mínar síður hér efst á síðunni og skrá þar inn Íslykil eða nota rafræn skilríki.

Þeir sem lenda í vanda með að kjósa eða hafa hvorki íslykil eða rafræn skilríki er bent á að hafa annað hvort samband við skrifstofu SFR eða velja "Mig vantar íslykil" inn Mínum síðum og fá íslykil þá sendan í heimabanka.

Á skrifstofu SFR verður einnig hægt að kjósa rafrænt og á "pappír" ef nauðsyn krefur. Við hvetjum félagsmenn til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. Síminn á skrifstofu SFR er 525 8340.

 

Allt sem þú vilt vita um samstarf
og sameiningu SFR og St.Rv.

(See also in English )

KYNNINGARMYNDBAND

SAMANBURÐUR Á FÉLÖGUNUM - félagafjöldi, félagssvæði, viðsemjendur o.fl.

RÉTTINDIN HALDAST
Félagsmenn verða á sömu kjarasamningum og fyrir sameiningu og halda sínum kjarasamningsbundnu réttindum. Allir félagsmenn halda þeim félagslegu réttindum sem þeir hafa áunnið sér í sínu stéttarfélagi. Þetta á jafnt við um réttindi til styrkja í sjóðum félaganna og orlofspunkta.

SAMSTARF
Samstarf félaganna hefur verið afar mikið síðustu 20 árin. Félögin hafa m.a. boðið upp á sameiginlega trúnaðarmannafræðslu í rúmlega 20 ár, auk Gott að vita námskeiða og ýmissa viðburði á síðari árum. Þá er Blað stéttarfélaganna gefið út af báðum félögum auk þess sem þau vinna saman að Stofnun ársins og árlegri launakönnun. Kynntu sér sögu samstarfsins hér.
Saga samstarfs félaganna - Blað stéttarfélaganna 4. tbl. 2017

ÚTTEKT Á HAGKVÆMNI
Félögin létu gera úttekt þar sem kanna átti hagkvæmni aukins samstarfs eða sameiningar félaganna. Úttektina vann Gylfi Dalmann dósent í Viðskiptafræðideild HÍ. Hér geturðu lesið greinargerð Gylfa:

Greinargerð um hagkvæmni aukins samstarfs eða sameiningar.

SAMTALIÐ VIÐ FÉLAGSMENN
Síðastliðinn vetur var boðið til fjölda morgunverðarfunda með félagsmönnum víða um land. Umræðuefnið var meðal annars samstarf og sameining félaganna. Hér er hægt að skoða glærunar af fundunum þar sem félögin eru m.a. borin saman:

Morgunverðarfundir 2018 - Kynningarefni á glærum

Á sameiginlegum fundi trúnaðarmanna SFR og fulltrúa St.Rv. voru m.a. rissaðar upp mögulegar útlínum nýs félags. Þær hugmyndir má skoða hér.

 

Útlínur nýs félags - hugmyndir frá sameiginlegum fundi trúnaðarmanna SFR og fulltrúa St.Rv.

 

 

Kynningarfundir

Kynningarfundir verða inni á vinnustöðum og hringinn í kringum landið. Einnig verða opnir fundir í BSRB húsinu þar sem ljóst er að ekki verður hægt að heimsækja alla vinnustaði.

Ef þinn vinnustaður óskar eftir að fá kynningarfund skaltu endilega hafa samband við Kristínu hjá SFR (kristin@sfr.is)

Kíktu hér á viðburðardagatalið á forsíðunni til að sjá hvar og hvenær fundir eru haldnir.

Einnig er hægt að smella hér til að fá yfirlit yfir fundina í dagsetningarröð og vinnustaðaröð.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)