Réttur til aðildar 

Rétt til aðildar hefur sá sem lýkur starfsævinni sem SFR félagi og hefur að minnsta kosti samfellda aðild síðastliðin fimm ár áður en hann lauk störfum og fór á lífeyrir. Almennt skal miða við að félagsmenn skrái sig í LSFR innan 10 ára frá því þeir fara á lífeyrir. Sá sem óskar eftir aðild að lífeyrisdeild og hefur ekki endað starfsævi sína sem félagi í SFR verður að hafa lágmark 10 ár í félagsaldur og að hafa verið orðinn 60 ára þegar hann hætti sem SFR félagi. Þetta er til að koma til móts við félagsmenn sem voru í störfum sem t.d. hafa verið lögð niður. 
 
Öryrkjar eiga rétt á að sækja um aðild að LSFR ef þeir fá örorkulífeyrir frá lífeyrissjóði, enda stundi þeir ekki aðra launaða vinnu. Öryrkjar skulu senda inn staðfestingu frá lífeyrissjóði um að þeir fái örorkulífeyrir. 
 
Ef upp koma vafaatriði varðandi rétt til aðildar að LSFR tekur stjórn SFR afstöðu til þeirra.
 
Þeir sem hafa áhuga á að vera skráðir í lífeyrisdeildina verða að sækja um rafrænt hér:

Umsóknarform

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)