Orlofspunktar, orlofshús og orlofsúthlutanir LSFR félaga

  1. Félagsmenn halda punktaeign sinni þegar þeir færast yfir í lífeyrisdeild og geta klárað að nýta punktana sína, en ekki er um frekari punktaávinnslu að ræða. Vetrarleiga kostar ekki punkta en sumarleiga kostar punkta.
  2. Félagar í LSFR hafa almennt ekki rétt á að sækja um orlofshús á úthlutunartímum sem eru páskar og sumarleiga. Að undanskildu einu húsi á sumri sem stjórn orlofssjóðs ákveður hverju sinni. Sækja þarf um skriflega á sérstakt umsóknareyðublað fyrir félaga í lífeyrisdeild sem fylgir orlofsblaði SFR sem á að berast öllum um miðjan mars. Meðan umsóknarferlið er í gangi getur lífeyrisdeildin ekki bókað sig eða keypt eitthvað í gegnum Orlofsvefinn. Þær vikur sem ekki leigjast út fara svo í almenna úthlutun sem félagar í lífeyrisdeildinni hafa rétt á að bóka til jafns við aðra félagsmenn.
  3. Á sumrin fá félagar í LSFR 20% afslátt af síðustu tveimur vikunum á úthlutunartíma og á veturna 20% afslátt af allri leigu. 
    ATHUGIÐ! Afslátturinn kemur ekki fram við bókun á netinu en ef fólk hefur aðgang að netinu og getur greitt þar með korti þá er það fljótlegast og best. Hægt að hringja á skrifstofu SFR og óska eftir að fá 20% afsláttinn endurgreiddan og er þá lagt inn á kortið sem greitt var með.
  4. Á veturna geta félagsmenn leigt sér virka daga í Vaðnesi og Munaðarnesi á 3.000 kr. nóttina frá mánudegi til föstudags séu þau laus.
  5. Ef í ljós kemur að félagar í LSFR framleigja orlofshús til þriðja aðila munu þeir fá áminningu eins og aðrir félagsmenn SFR, sem getur leitt til þess að þeir fái ekki að leigja orlofshús SFR. Ætlast er til að félagsmaðurinn sé sjálfur með í för.
  6. Eftir að úthlutunum lýkur hafa LSFR félagar sama rétt til leigu á lausum húsum og aðrir félagsmenn SFR og á sömu kjörum að undanskildum lið 3.
  7. Félagar í lífeyrisdeild hafa að auki rétt til þess að nýta sér aðra þá orlofsmöguleika sem SFR býður upp á. Þar má nefna miða í Hvalfjarðargöngin, gjafabréf í flug, miða á Eddu- og Fosshótel, Veiði- og Útilegukort o.fl. sem auglýst er í orlofsblaði SFR hverju sinni.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)