Gönguklúbbur LSFR veturinn 2017 – 2018

Gestir velkomnir 

Gönguklúbbur LSFR gengur af krafti allan veturinn en hann hittist alla miðvikudaga kl. 10:30-11:30 þannig að það er um að gera að merkja þetta inn á dagatalið. Hópurinn hittist á fjórum stöðum til skiptis sem eru:

1) Laugardalslaug (anddyri).
2) Vesturbæjarlaug / Hofsvallagata.
3) Árbæjarsafn, nyrðra bílastæði.
4) Skógræktin, Fossvogi (neðan Borgarspítala).

Dagsetningar veturinn 2017-2018 

Sept. 6. Laugardalur Jan. 3. Vesturbæjarlaug, kl. 10:30 - 11:30.
Sept. 13. Vesturbæjarlaug Jan. 10. Árbæjarsafn, kl. 10:30 - 11:30.
Sept. 20. Árbæjarsafn Jan. 17. Fossvogur, kl. 10:30 - 11:30.
Sept. 27. Fossvogur Jan. 24. Laugardalur, kl. 10:30 - 11:30.
Okt. 4. Laugardalur Jan. 31. Vesturbæjarlaug, kl. 10:30 - 11:30.
Okt. 11. Vesturbæjarlaug Feb. 7. Árbæjarsafn, kl. 10:30 - 11:30.
Okt. 18. Árbæjarsafn Feb. 14. Fossvogur, kl. 10:30 - 11:30.
Okt. 25. Fossvogur Feb. 21. Laugardalur, kl. 10:30 - 11:30.
Nóv. 1. Laugardalur Feb. 28. Vesturbæjarlaug, kl. 10:30 - 11:30.
Nóv. 8. Vesturbæjarlaug Mars 7. Árbæjarsafn, kl. 10:30 - 11:30.
Nóv. 15. Árbæjarsafn Mars 14. Fossvogur, kl. 10:30 - 11:30.
Nóv. 22. Fossvogur Mars 21. Laugardalur, kl. 10:30 - 11:30.
Nóv. 29. Laugardalur Mars 28. Vesturbæjarlaug, kl. 10:30 - 11:30.
Des. 6. Vesturbæjarlaug Apríl 4. Árbæjarsafn, kl. 10:30 - 11:30.
Des. 13. Árbæjarsafn Apríl 11. Fossvogur, kl. 10:30 - 11:30.
Des. 20. Fossvogur Apríl 18. Laugardalur, kl. 10:30 - 11:30.
Des. 27. Laugardalur Apríl 25. Árbæjarsafn, kl. 10:30 - 11:30.
Maí 2. Óvissuganga, kl. 10:30 - 11:30.
Maí 9. Óvissuganga, kl. 10:30 - 11:30.
Maí 16. Óvissuganga/ Slútt? Kl. 10:30 - 11:30.

Óvissugangan: Á vorin með batnandi veðri er gaman að brjóta upp hefðina og ganga nýjar leiðir. Gönguhópurinn ákveður vikuna á undan hvar skuli ganga síðustu tvö til þrjú skiptin. Að sjálfsögðu byrja allar ferðir hjá Gönguklúbbnum kl. 10:30 og enda ca. kl. 11:30.
Síðasta vor var gengið um trjálundinn við Rauðavatn og í kring um Vífilstaðavatn og snarlað í IKEA.
Uppástungur m.a.: Grafarvogur, Seltjarnarnes, Sæbraut, Höfnin, Hafnarfjörður, Kársnes, Elliðavatn, eða annað - helst nálægt Strætisvagnaleiðum (eða sameinast í bílum).

Veður: Í vondu veðri hefur stundum (reyndar sjaldan) þurft að fella niður ferðir. Rætt var um að mæta þó á staðinn, ef stætt væri og ákveða þá hvort og hvert sé ráðlegt að fara - t.d. á upphitaða göngustíga Miðbæjarins eða annað. Einnig væri hægt að mæta á Hlemmi eða Torginu t.d. í janúar þegar myrkrið er mest og veðrin risjótt – en ekkert fastákveðið.

Nýir tímar: Gönguklúbbur LSFR eða Gönguklúbbur Jarmílu er ekki enn kominn á Fésbók. Kannski seinna!

Hér er á ferðinni þægileg hreyfing í góðum félagsskap.

Hér til hliðar má sjá hluta gönguhópsins á góðri stund.