Sviðamessa Lífeyrisdeildar

Hin árlega sviðamessa Lífeyrisdeildar SFR var haldin laugardaginn 4. nóvember. Sviðamessan var vel sótt að vanda og þótti takast afar.

Myndir frá Sviðamessunni má sjá í myndasafni LSFR.

 

Jónsmessuferð LSFR - Þjórsárdalur

Í Jónsmessuferð LSFR var keyrt um suðurland og Þjórsárdal. Íslenski bærinn í Flóahreppi var heimsóttur, auk þess sem góðum tíma var varið við að skoða bæði Hjálparfoss og Gjána. Kvöldverður var síðan snæddur í Ingólfsskóla Ölfusi.
 

 

Aðalfundur  LSFR  21. mars  2017

Á aðalfundinum var farið yfir starf deildarinnar á síðasta ári, rekstrarreikning deildarinnar og rekstrarreikning Símenntunarsjóðs LSFR. Samþykktar voru lagabreytingar vegna stjórnarkjörs og ályktun. Fundurinn var ágætlega sóttur og að honum loknum var boðið upp á kaffi og með því.
 
Eftirfarandi ályktun aðalfundar var samþykkt: 
Aðalfundur lífeyrisdeildar SFR krefst þess að afkoma eldri borgara Íslandi verði bætt og verði með þeim hætti að allir eldri borgarar geti lifað með reisn. Það þýðir að bæta þarf afkomu þeirra verulega og búa til aukinn sveigjanleika til þess að þeir sem það kjósa geti unnið lengur og réttindi þeirra verði ekki skert.
Enn í dag er staða eldri borgara með þeim hætti að fjöldi þeirra þurfa að velta fyrir sér hverri krónu og geta oft hvorki leitað sér læknisaðstoðar né keypt nauðsynleg lyf vegna bágrar stöðu sinnar.
Við skorum á stjórnvöld að leiðrétta kjör eldri borgara sem allra fyrst.