Styrkir vegna starfsþróunar 

Styrkir til náms eru veittir bæði úr Starfsmenntunarsjóði og einnig sem starfsþróunarstyrkir.

Hægt er að sækja um styrki í Starfsmenntunarsjóð til þess að greiða bæði námskeiða- og skólagjöld allt að 100 eða 140 þúsund kr. á 24 mánaða tímabili og fer hámarksupphæðin eftir áunnum rétti viðkomandi félagsmanns. Rétturinn miðast við lengd félagsaðildar.

Starfsþróunarstyrkirnir eru hugsaðir fyrir lengra og dýrara nám til starfsþróunar og henta vel þeim sem vilja bæta við sig menntun. Þeir eru sambærilegir styrkjum Starfsþróunarseturs háskólamanna hjá BHM og geta verið allt að 370 þúsund kr á 24 mánaða tímabili.

Allar nánari upplýsingar um reglur og skilyrði fyrir styrkjum vegna náms og starfsþróunar má finna hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)