Ekki gleyma að njóta lífsins 😊

Ertu ekki örugglega í fullri vinnu? Í meistaranámi? Að endurnýja eldhúsinnréttinguna? Með krakkana í sautján tómstundum? Og sjálf/ur að æfa fyrir maraþonið?

Háskóladeild SFR boðar til fræðslufundar þriðjudaginn 21.nóvember 2017 kl. 17:00-18:45 á Grettisgötu 89, 1.hæð.

Dagskráin er sem hér segir:

  1. Guðrún Kristín Svavarsdóttir formaður Háskóladeildar býður félaga velkomna og kynnir stefnumótunarstarf sem er að hefjast hjá Háskóladeildinni.
  2. Jóhanna Þórdórsdóttir sérfræðingur hjá SFR kynnir námsleyfi og námsstyrki sem boðið er uppá hjá SFR.
  3. Ásdís Olsen leiðbeinandi í hugarþjálfun flytur erindi um núvitund og markþjálfun.
  4. Umræður
  5. Léttar veitingar
Skráning á fundinn hér að neðan:

Um háskóladeild

Háskóladeild SFR var stofnuð 17. nóvember 2016 og hefur það að markmiði sínu að gæta í hvívetna hagsmuna félagsmanna á vinnumarkaði og vera málsvari þeirra. Deildin mun halda uppi kynningar- og félagsstarfi með deildarfélögum og eflir þekkingu félagsmanna m.a.með því að stuðla að fræðslustarfi.

Rétt til aðildar að Háskóladeild SFR eiga þeir félagsmenn sem lokið hafa Bachelor gráðu eða sambærilegu námi en auk þess geta þeir félagsmenn sem lokið hafa fyrsta námsári eða 60 ECTS einingum á háskólastigi einnig sótt um fulla aðild að deildinni.