Opið fyrir umsóknir um orlofshús á Spáni í sumar

Sameyki á nú þrjár eignir á Spáni. Eitt 150 fermetra parhús við Samara í Quesada, Penthouse íbúð við Los Arenales ströndina og síðan eina íbúð á fyrstu hæð í sama húsi.

Hægt er að sækja um sumarúthlutun í orlofsíbúðirnar á Spáni fram til miðnættis 26. mars næstkomandi hér á Orlofsvef. Aðgangur á nýja orlofsvefinn er beint af forsíðu www.sfr.is, við hliðina á hnappnum Mínar síður. Til að komast inn á bókunarvef þarf rafræn skilríki eða Íslykil.

  • Umsóknarfrestur til miðnættis 26. mars
  • Úthlutað er 27. mars.
  • Úthlutunartímabilin verða frá 24. maí til 30. ágúst.
  • Ein vika per félagsmann.
  • Skiptidagar eru föstudagar.
  • Verðið á viku er frá 55.000 - 65.000 ásamt 40 punktum.

Félagar í Lífeyrisdeild geta ekki sótt um Spán á þessum tíma, en hafa sama rétt og aðrir utan úthlutunartíma. 


Til baka

Framhaldsaðalfundur Sameykis


Fimmtudaginn 28. mars kl. 17 verður framhaldsaðalfundur Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Fundurinn verðu haldinn að Grettisgötu 89, 1 hæð. Á dagskrá verður skýsla stjórnar um starfssemi á síðasta ári. Lagðir fram...

Nýja merkið okkar

Sameyki hefur eignast nýtt merki. Það var auglýsingastofan Brandenburg sem hjálpaði okkur að finna hið eina rétta. Í því má sjá S-in úr gömlu félögunum og keðjuna sem táknar samstöðuna. Merkið er teiknað með sameiningu í huga...

NÝR ORLOFSVEFUR

Orlofskerfi SFR og St.Rv. hefur nú verið sameinað og þess vegna höfum við að mestu lokað fyrir gamla Orlofsvef SFR. Í staðinn þarf að velja 

Baráttan gegn einkavæðingu áberandi á alþjóðavettvangi

Sterkasta birtingarmynd samfélagsábyrgðar fyrirtækja er að þau greiði sinn réttláta hlut af sköttum. 

Einkavæðing opinberrar þjónustu og skaðleg áhrif hennar gengur sem rauður þráður í gegnum umræður kvennanna á...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)