Sneisafullt blað

Blað stéttarfélaganna er komið út og er sneisafullt af efni að venju. Fyrirferðarmestar eru niðurstöður Launakönnunar og Stofnunar ársins auk umfjöllunar um atkvæðagreiðslu um sameiningu sem fara mun fram eftir tæpan mánuð.
Félagar eru beðnir að kynna sér sem allra best hvað sameiningu félaganna felur í sér og bendum við þar á blaðið auk kynningarsíðu hér á vefsíðunni. Það er mikilvægt að sem flestir taki afstöðu og taki þátt í atkvæðagreiðslunni sem fram fer 6.-9. nóvember næstkomandi.

Niðurstöður launakönnunarinnar sýna að laun SFR félaga hafa hækkað um 9% en kynbundinn launamunur hefur því sem næst staðið í stað og er nú 11%. Í könnuninni eru borin saman laun milli félaganna sem gera sambærilega könnun (SFR, VR og St.Rv.) og sýnir sá samanburður að VR félagar eru með 23% hærri heildarlaun pr. vinnustund en SFR félagar, enda er vinnutími félagsmanna svipaður. Launamunur milli félaganna á launum pr. vinnustund er meiri meðal kvenna (23%) en karla (18%) og hefur það að jafnaði verið þannig í samanburðinum. Niðurstöðurnar má einnig finna hér á vefsíðunni.

Í blaðinu er einnig að finna skemmtileg og fróðleg viðtöl við starfsmenn og stjórnendur hjá stofnunum sem skoruðu hátt í valinu um Stofnun ársins í ár. Þar er einnig kynnt ný íbúð á Spáni og síðast en ekki síst er þar að finna dagskrá Gott að vita nú í haust. En Gott að vita námskeiðin hafa lengi verið vinsæl og eru kærkomin viðbót við fræðsluflóruna sem félagsmönnum stendur til boða, auk þess að vera félagsmönnum algjörlega að kostnaðarlausu.

Þess má að lokum geta að nýr ritstjóri hefur tekið við Blaði stéttarfélaganna, en hann heitir Guðmundur Rúnar Árnason.

 


Til baka

Fulltrúar SFR á þingi BSRB

Salir og gangar Hilton hótels Nordica hafa verið iðandi af lífi síðustu daga því um 200 fulltrúar aðildarfélaga BSRB hafa þar setið sitt 45. þing. SFR á þar 48 glæsilega fulltrúa sem allir hafa tekið virkan þátt í málefnastarfi...

Starfsfólk á BSRB þingi

Við ætlum að vera virk á BSRB þinginu og því verður mögulega örlítið hægar svarað í símann milli kl. 10:00 og 12:00 í dag þar sem flestir verða á þingsetningunni. Við biðjum ykkur um að sýna því þolinmæli og hringja kannski aftur...

Hjálpaðu okkur að ná til þín

Þessa dagana er SFR með sérstakt átak í gangi til þess að betrumbæta félagaskrána, þ.e. bæta inn símanúmerum og netföngum þar sem vantar. Þess vegna gætu einhverjir félagsmenn átt von á símtali frá okkar fólki þar sem spurt...

Sviðamessa LSFR

Sviðamessa Lífeyrisdeildar SFR verður haldin laugardaginn 27. október, kl. 12:00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Boðið verður upp á svið ásamt meðlæti, kaffi og eftirrétt. Húsið opnar kl. 11:30. 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)