Sneisafullt blað

Blað stéttarfélaganna er komið út og er sneisafullt af efni að venju. Fyrirferðarmestar eru niðurstöður Launakönnunar og Stofnunar ársins auk umfjöllunar um atkvæðagreiðslu um sameiningu sem fara mun fram eftir tæpan mánuð.
Félagar eru beðnir að kynna sér sem allra best hvað sameiningu félaganna felur í sér og bendum við þar á blaðið auk kynningarsíðu hér á vefsíðunni. Það er mikilvægt að sem flestir taki afstöðu og taki þátt í atkvæðagreiðslunni sem fram fer 6.-9. nóvember næstkomandi.

Niðurstöður launakönnunarinnar sýna að laun SFR félaga hafa hækkað um 9% en kynbundinn launamunur hefur því sem næst staðið í stað og er nú 11%. Í könnuninni eru borin saman laun milli félaganna sem gera sambærilega könnun (SFR, VR og St.Rv.) og sýnir sá samanburður að VR félagar eru með 23% hærri heildarlaun pr. vinnustund en SFR félagar, enda er vinnutími félagsmanna svipaður. Launamunur milli félaganna á launum pr. vinnustund er meiri meðal kvenna (23%) en karla (18%) og hefur það að jafnaði verið þannig í samanburðinum. Niðurstöðurnar má einnig finna hér á vefsíðunni.

Í blaðinu er einnig að finna skemmtileg og fróðleg viðtöl við starfsmenn og stjórnendur hjá stofnunum sem skoruðu hátt í valinu um Stofnun ársins í ár. Þar er einnig kynnt ný íbúð á Spáni og síðast en ekki síst er þar að finna dagskrá Gott að vita nú í haust. En Gott að vita námskeiðin hafa lengi verið vinsæl og eru kærkomin viðbót við fræðsluflóruna sem félagsmönnum stendur til boða, auk þess að vera félagsmönnum algjörlega að kostnaðarlausu.

Þess má að lokum geta að nýr ritstjóri hefur tekið við Blaði stéttarfélaganna, en hann heitir Guðmundur Rúnar Árnason.

 


Til baka

Páskaúthlutun innanlands

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar orlofshúsa um páska er til 3. mars. Dögunum í kringum páska er skipt í þrjú tímabil eins og sjá má hér neðar. Með þessu móti tvöfaldast páskatímabilið og fleiri njóta.
Páskatímabilinu er...

Leiðrétting á stóru skattatilfærslunni

Sanngjörn dreifing skattbyrðar var yfirskrift mjög áhugaverðs morgununverðarfundar sem Efling stéttarfélag stóð fyrir. Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa unnið skýrslu fyrir Eflingu stéttarfélag. Þeir kynntu mjög...

Lækkun félagsgjalds

Þann fyrsta febrúar síðast liðinn tóku í gildi breytingar á félagsgjaldi samkvæmt ákvörðun aðalfundar Sameykis. Félagsgjaldið er nú 1%. Sú breyting tók gildi 1.2.2019.

Borgarstjóra afhent formlegt bréf

Borgarstjóri tók við bréfi úr höndum þeirra Árna Stefáns Jónssonar formanns Sameykis og Garðars Hilmarssonar varaformanns síðdegis í gær en í bréfinu er m.a. formleg tilkynning þess efnis að sameining SFR stéttarfélags og...

Formenn Sameykis hitta forsætisráðherra

Formaður Sameykis Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson varaformaður hittu Katrínu Jakobsdóttur forsætisherra í morgun og afhentu henni formlega bréf þar sem segir m.a. að sameining SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)