Sneisafullt blað

Blað stéttarfélaganna er komið út og er sneisafullt af efni að venju. Fyrirferðarmestar eru niðurstöður Launakönnunar og Stofnunar ársins auk umfjöllunar um atkvæðagreiðslu um sameiningu sem fara mun fram eftir tæpan mánuð.
Félagar eru beðnir að kynna sér sem allra best hvað sameiningu félaganna felur í sér og bendum við þar á blaðið auk kynningarsíðu hér á vefsíðunni. Það er mikilvægt að sem flestir taki afstöðu og taki þátt í atkvæðagreiðslunni sem fram fer 6.-9. nóvember næstkomandi.

Niðurstöður launakönnunarinnar sýna að laun SFR félaga hafa hækkað um 9% en kynbundinn launamunur hefur því sem næst staðið í stað og er nú 11%. Í könnuninni eru borin saman laun milli félaganna sem gera sambærilega könnun (SFR, VR og St.Rv.) og sýnir sá samanburður að VR félagar eru með 23% hærri heildarlaun pr. vinnustund en SFR félagar, enda er vinnutími félagsmanna svipaður. Launamunur milli félaganna á launum pr. vinnustund er meiri meðal kvenna (23%) en karla (18%) og hefur það að jafnaði verið þannig í samanburðinum. Niðurstöðurnar má einnig finna hér á vefsíðunni.

Í blaðinu er einnig að finna skemmtileg og fróðleg viðtöl við starfsmenn og stjórnendur hjá stofnunum sem skoruðu hátt í valinu um Stofnun ársins í ár. Þar er einnig kynnt ný íbúð á Spáni og síðast en ekki síst er þar að finna dagskrá Gott að vita nú í haust. En Gott að vita námskeiðin hafa lengi verið vinsæl og eru kærkomin viðbót við fræðsluflóruna sem félagsmönnum stendur til boða, auk þess að vera félagsmönnum algjörlega að kostnaðarlausu.

Þess má að lokum geta að nýr ritstjóri hefur tekið við Blaði stéttarfélaganna, en hann heitir Guðmundur Rúnar Árnason.

 


Til baka

Spánn - páskaúthlutun

SFR á nú tvær eignir á Spáni. Önnur þeirra 4ra herbergja raðhús í Quesada sem hefur verið í útleigu síðan í sumar og hin er Penthouse íbúð við Los Arenales ströndina sem kemur í útleigu fljótlega.

Hægt er að sækja um...

Samkeppni um nafn - verðlaun

Það er mikilvægt að félagsmenn taki þátt í sem flestu um nýja félagið. Þess vegna var ákveðið að blása til samkeppni meðal allra félagsmanna
St.Rv. og SFR um nafn. Skilafrestur vegna hugmynda að nýju nafni er 14. janúar...

Sungið dátt á jólaballi SFR og St.Rv.

Gleðin var við völd á árlegu jólaballi SFR og St.Rv. í Gullhömrum síðastliðinn laugardag. Dansað var í kringum jólatréð og sungið dátt með jólasveinunum sem létu sitt ekki eftir liggja og settust á gólfið, þrátt fyrir að vera...

Minningarorð um góðan félaga

Í dag er borin til grafar góður félagi og vinkona okkar SFR félaga. Hrafnhildur Hauksdóttir var afar virk í félagsstarfi stéttarfélagsins um árabil. Hún var trúnaðarmaður á sínum vinnustað, sat í samninganefnd, Félagsráði og í...

Takk sjálfboðaliðar!

Í dag 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Það er því við hæfi að þakka öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem halda starfi félagsins á lofti. Verkalýðshreyfingin er byggð upp af sjálfboðaliðum og öflugt starf hennar enn...

Atvinnuleitendur fá desemberuppbót

Atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun munu fá greidda desemberuppbót. Gert er ráð fyrir því að óskert desemberuppbót verði 81 þúsund krónur .Atvinnuleitendur með börn á framfæri munu auk þess fá sérstaka uppbót fyrir hvert...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)