Sneisafullt blað

Blað stéttarfélaganna er komið út og er sneisafullt af efni að venju. Fyrirferðarmestar eru niðurstöður Launakönnunar og Stofnunar ársins auk umfjöllunar um atkvæðagreiðslu um sameiningu sem fara mun fram eftir tæpan mánuð.
Félagar eru beðnir að kynna sér sem allra best hvað sameiningu félaganna felur í sér og bendum við þar á blaðið auk kynningarsíðu hér á vefsíðunni. Það er mikilvægt að sem flestir taki afstöðu og taki þátt í atkvæðagreiðslunni sem fram fer 6.-9. nóvember næstkomandi.

Niðurstöður launakönnunarinnar sýna að laun SFR félaga hafa hækkað um 9% en kynbundinn launamunur hefur því sem næst staðið í stað og er nú 11%. Í könnuninni eru borin saman laun milli félaganna sem gera sambærilega könnun (SFR, VR og St.Rv.) og sýnir sá samanburður að VR félagar eru með 23% hærri heildarlaun pr. vinnustund en SFR félagar, enda er vinnutími félagsmanna svipaður. Launamunur milli félaganna á launum pr. vinnustund er meiri meðal kvenna (23%) en karla (18%) og hefur það að jafnaði verið þannig í samanburðinum. Niðurstöðurnar má einnig finna hér á vefsíðunni.

Í blaðinu er einnig að finna skemmtileg og fróðleg viðtöl við starfsmenn og stjórnendur hjá stofnunum sem skoruðu hátt í valinu um Stofnun ársins í ár. Þar er einnig kynnt ný íbúð á Spáni og síðast en ekki síst er þar að finna dagskrá Gott að vita nú í haust. En Gott að vita námskeiðin hafa lengi verið vinsæl og eru kærkomin viðbót við fræðsluflóruna sem félagsmönnum stendur til boða, auk þess að vera félagsmönnum algjörlega að kostnaðarlausu.

Þess má að lokum geta að nýr ritstjóri hefur tekið við Blaði stéttarfélaganna, en hann heitir Guðmundur Rúnar Árnason.

 


Til baka

Til hamingju Ísland - Stofnanir ársins eru ...

Valið á Stofnun ársins 2019 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica fyrr í dag en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Valið er byggt á svörum...

Opnað fyrir dagleiguhús 15. maí

Þann 15. maí kl. 9:00 opnar fyrir dagleiguhús í sumar auk þeirra húsa sem ekki gengu út við úthlutun. Nú geta allir bókað í þessi hús beint á orlofsvefnum. Þetta eru m.a...

Laun starfsmanna sveitarfélaga hækka

Laun starfsmanna sveitarfélaga í aðildarfélögum BSRB munu hækka um 1,5 prósent frá 1. janúar 2019 eftir að samkomulag um framhald launaþróunartryggingar opinberra starfsmanna.
Laun starfsmanna ríkisins sem eru í einum af...

Stofnun ársins - happdrætti

Nú fer að styttast í að við kynnum niðurstöðurnar um val á Stofnun ársins, en það verður tilkynnt 15. maí næstkomandi. En þeir sem tóku þátt í könnuninni tóku jafnframt þátt í happdrætti og hér eru númerin sem dregin hafa verið...

Liðsauki frá RÚV

Félagsmenn Starfsmannafélags RÚV samþykktu á dögunum í atkvæðagreiðslu að leggja niður félagið og ganga inn í Sameyki. Forsaga málsins er sú að Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins gekk í SFR stéttarfélag í júní 2016 með...

1. maí - myndir

1. maí var haldinn hátíðlegur víða um land. Myndirnar sýna stemninguna í Reykjavík þar sem gengið var frá...

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)