Úthlutunarreglur starfsþróunarstyrkja SFR

Gilda frá 1. janúar 2016


1. Styrkir fyrir starfsþróun

Ákveðið hefur verið að halda áfram með sérstaka starfsþróunarstyrki til að efla enn frekar starfsþróunarmöguleika félagsmanna. Um er að ræða styrki vegna fræðslu sem tengist starfsþróunaráætlun stofnana eða starfsþróun umsækjanda.

2. Hver á rétt á styrk?

2.1. Félagsmenn þurfa að hafa verið félagar í SFR í eitt ár til að eiga rétt á styrk vegna kostnaðar sem stofnað er til eftir að árs aðild er náð. Félagsmaður skal greiða a.m.k. 20.000 kr. í félagsgjöld sl. 12 mánuði til að fá fullan styrk. Hálfur styrkur er veittur þeim sem greiða á bilinu 10.000-20.000 kr. í félagsgjöld sl. 12 mánuði. Félagsmaður þarf að hafa verið a.m.k. 12 mánuði samfellt í félaginu til að fá styrk samkvæmt lið 2.4.
2.2. Félagsmaður þarf að vera í starfi bæði þegar hann sækir um styrk og notar hann.
2.3. Hægt er að sækja um styrk vegna fræðslu sem tengist starfsþróunaráætlun umsækjenda eða er liður í starfsþróun hans samkvæmt staðfestingu yfirmanns.
Starfsþróunaráætlun snýr að starfsþróun í núverandi starfi. Áætlunin byggir á
sameiginlegri niðurstöðu starfsmanns og yfirmanns með þarfir starfsmanns og
stofnunarinnar í huga. Markmiðið er að auka árangur starfsmanns og stofnunar
og er hluti af starfsþróunaráætlun sem samþykkt er af yfirmanni.
2.4. Sé staðfesting yfirmanns ekki fyrir hendi er réttur til umsóknar almennt háður því að verkefni teljist vera liður í starfsþróun umsækjanda til að þróast faglega og tileinka sér nýja þekkingu, færni og hæfni. Rökstyðja þarf umsókn með tilliti til þess, auk þess sem rökstyðja þarf staðarval náms ef það er erlendis. Almennt viðmið fyrir styrkveitingu er að nám standist almennar gæðakröfur eða sé gæðavottað.
2.5. Félagsmenn í atvinnuleit geta nýtt sér áunninn rétt ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld meðan á atvinnuleit stendur.

3. Hvað er styrkt?
Styrkhæfir kostnaðarliðir eru að jafnaði eftirfarandi:
A. Skólagjöld
B. Námskeiðsgjöld
C. Ráðstefnugjöld erlendis
D. Ferðakostnaður sem hlýst af A til C.
a. Í ferðakostnaði er innifalið m.a. flug, lestarferðir og kostnaður vegna gistingar. Ekki eru greiddar ferðir innanbæjar, bensín eða leiga á bílaleigubílum.
b. Rökstyðja þarf staðarval náms/námskeiða erlendis.

4. Styrkfjárhæð
Félagsmaður getur fengið kostnað upp að 250.000 kr. greiddan að fullu.
Greitt er 80% samþykkts kostnaðar sem er á bilinu 250.000-400.000 kr. Hámarksupphæð styrkja miðast við 370.000 kr. á hverjum 24 mánuðum.

5. Hvernig er greitt úr sjóðnum?
5.1. Til að hægt sé að afgreiða styrk þarf bæði að fylla út rafræna umsókn og skila inn fylgigögnum. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að félagsmaður skili inn sundurliðaðri greiðslukvittun/reikningi með nafni og kennitölu umsækjanda og skilgreindum námstíma. Kvittunin/reikningurinn þarf að vera sannanlega greidd/ur, með stimpli frá viðkomandi námstofnun/fyrirtæki þar að lútandi (má vera krafa úr heimabanka ef framangreind skilyrði eru uppfyllt). Kvittun skal vera númeruð, stimpluð og greinilega merkt námsstofnun/fyrirtæki. Einnig skal skila inn staðfestingu yfirmanns á tengingu við starfsþróunaráætlun sé hún til staðar.
5.2. Þegar um ráðstefnur erlendis er að ræða þarf að koma bréf frá vinnustað umsækjanda, þar sem upplýst er um, tilgang og markmið ferðarinnar og hvernig hún tengist starfsþróun viðkomandi. Taka skal fram hvort ferðin sé styrkt af öðrum, t.d. vinnustað, og hversu mikið. Greinargerð þessi skal vera árituð af yfirmanni. Auk þess þarf að sýna afrit af farseðli eða hliðstæðar kvittanir vegna útlagðs ferðakostnaðar.
5.3. Sjóðurinn greiðir ekki vegna kostnaðar nema hann hafi sannanlega lagst á félagsmanninn. Ekki er greitt út á greiðslukvittanir sem eru í nafni annarra t.d. vinnuveitanda. Ef greiðslukvittanir eru í nafni annars en félagsmanns gerir sjóðurinn kröfu um staðfestingu á endurgreiðslu.
5.4. Umsóknir fara í afgreiðslu þegar greiðslukvittanir berast eða eftir að þær fara fyrir fund starfsmenntunarsjóðs sem haldinn er einu sinni í mánuði að jafnaði.
5.5. Styrkir vegna fræðslu eru forskráðir á skattaskýrslu. Heimilt er að skrá kostnað á móti þegar framtali er skilað.

6. Hvernig er sótt um styrk?
Rafræn umsókn er fyllt út á Mínar síður eða í gegnum Sjóðir og styrkir á www.sfr.is. Reikninga og eða greiðslukvittanir og önnur fylgigöng skal senda rafrænt sem viðhengi inni á Mínar síður eða á starfsthroun@sfr.is. Einnig er hægt að skila þeim á skrifstofu SFR, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.

Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna.

Mikilvægt er að setja í lýsingu hvaða nám um ræðir, ásamt greinargóðri námslýsingu, upplýsingum um hvernig námið nýtist í starfi og hvert markmiðið sé með náminu. Fái umsækjandi styrk frá öðrum skal það tilgreint.


Stjórnin áskilur sér rétt til breytinga á reglum þessum án fyrirvara.

Vel útfylltar umsóknir flýta fyrir afgreiðslu styrkbeiðna.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)