UM ATKVÆÐAGREIÐSLU

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu hefur tekið að sér að sjá um rafræna atkvæðagreiðslu fyrir SRÚ um tillögu stjórnar SRÚ um að félagið verði lagt niður og félagsmenn þess gangi inn í Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og Sameyki taki þar með við samningsumboði fyrir starfsmenn RÚV í þeim störfum sem um ræðir.

Atkvæðagreiðslan mun standa til kl. 12 föstudaginn 5. apríl 2019.

SMELLA HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í ATKVÆÐAGREIÐSLU

Fyrir dyrum stendur að gera nýjan kjarasamning fyrir félagsmenn Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins (SRÚ) við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf. Í aðdraganda þess hefur félagið átt í nánum samskiptum við Sameyki (áður SFR). Sumarið 2016 gekk SRÚ í SFR og öðluðust félagsmenn við inngöngu full réttindi sem SFR félagar. Aðildin hefur þó verið einskonar aukaaðild, og SRÚ áfram til, en SFR bauð upp á slíka tilhögun. Við tilurð Sameykis (með sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar) var felldur niður möguleikinn á slíku formi aðildar. SRÚ stendur því frammi fyrir tveimur kostum: Að slíta á tengslin við Sameyki eða sameinast félaginu að fullu og leggja SRÚ niður.

Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins gekk í SFR stéttarfélag í júní 2016.  Félagsmenn SRÚ öðluðust við inngöngu í SFR full réttindi sem SFR félagar.  

Hér má sjá kjarasamning SRÚ og RÚV 2015 til 2018
 
   Ár  Orlofsuppbót    Desemberuppbót
  2016       44.500 kr.     82.000 kr.
  2017    46.500 kr.     86.000 kr.
  2018    48.000 kr.     89.000 kr,
     

Reglur um desemberuppbót.
Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október.
Hjá Fríhöfnini er miðað við að starfsmaður sé í starfi síðustu viku nóvember eða fyrstu viku desember og desemberuppbótin er greidd eigi síðar en 15. desember.

Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofsfé. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda persónuuppbót, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar

Reglur um orlofsuppbót.
Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða/13 vikna samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall.  Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins.  Á orlofsuppbót reiknast ekki orlofsfé

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)