Þessar stofnanir eru Fyrirmyndarstofnanir SFR og fá sérstaka viðurkenningu. Þar að auki fá þær leyfi til að nota nafnbótina og viðeigandi merki í kynningarefni stofnunarinnar í eitt ár.
 
Stofnun ársins, 1. sæti
Skattrannsóknarstjóri ríkisins
Einkunn: 4,62
Fjöldi starfsmanna: 22
Helstu verkefni: Hlutverk embættisins er að rannsaka skattsvik og önnur skattalagabrot, einkum hjá rekstraraðilum. Þá hefur embættið með höndum refsimeðferð skattsvikamála. Skattrannsóknarstjóri ríkisins er til húsa að Borgartúni 7, 105 Reykjavík.
 
2. sæti
Biskupsstofa
Einkunn: 4,45
Fjöldi starfsmanna: 33
Helstu verkefni: Að móta og framfylgja stefnu kirkjunnar á einstökum verksviðum og styðja við starf sókna og stofnana er starfa á þeim sviðum. Auk þess eru starfsmannamál umfangsmikil, fjármálaumsýsla og stjórnsýsla. Biskupsstofa er til húsa að Laugavegi 31, 101 Reykjavík.
 
3. sæti
Skattstofa Suðurlands
Einkunn: 4,39
Fjöldi starfsmanna: 14
Helstu verkefni: Skattstofa Suðurlands er ein af 9 skattstofum landsins. Meginhlutverk hennar er álagning skatta og gjalda hjá einstaklingum og lögaðilum, ásamt eftirliti með réttmæti álagningarinnar og skýrslugerð. Skattstofa Suðurlands er til húsa að Vegskálum 1, 850 Hellu.
 
4. sæti
Skattstofa Vestfjarða 
Einkunn: 4,37
Fjöldi starfsmanna: 7 
Helstu verkefni: Skattstofa Vestfjarða er ein af 9 skattstofum landsins. Meginhlutverk hennar er álagning skatta og gjalda hjá einstaklingum og lögaðilum, ásamt eftirliti með réttmæti álagningarinnar og skýrslugerð. Skattstofa Vestfjarða er til húsa að Hafnarstræti 1-3, 400 Ísafirði.
 
5. sæti
Skattstofa Austurlands
Einkunn: 4,37
Fjöldi starfsmanna: 10
Helstu verkefni: Skattstofa Austurlands er ein af 9 skattstofum landsins. Meginhlutverk hennar er álagning skatta og gjalda hjá einstaklingum og lögaðilum, ásamt eftirliti með réttmæti álagningarinnar og skýrslugerð. Skattstofa Austurlands er til húsa að Selási 8, 700 Egilsstöðum.
 
6. sæti
Búnaðarsamtök Vesturlands
Einkunn: 4,29
Fjöldi starfsmanna: 18
Helstu verkefni: Búnaðarsamtök Vesturlands þjónusta Vesturlandskjördæmi hið forna og að auki svæði Búnaðarsambands Kjalarnesþings í kúasæðingum og leiðbeiningum í sauðfjárrækt. Leiðbeiningarþjónusta er starfrækt á svæði Búnaðarsambands Vestfjarða og hefur hún aðsetur á Ísafirði. Starfssvæði BV nær því frá Hellisheiði og vestur að Hornbjargi. Búnaðarsamtök Vesturlands eru til húsa að Hvanneyri, 311 Borgarnesi.
 
7. sæti
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Einkunn: 4,25
Fjöldi starfsmanna: 16
Helstu verkefni: Sýslumaðurinn Hvolsvelli er einn af 27 sýslumönnum landsins. Meginhlutverk hans er að fara með stjórnsýslu síns umdæmis eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Einnig fer hann með ýmis málefni sem varða lögreglustjórn, meðferð ákæruvalds, tollgæslu, innheimtu opinberra gjalda, almannatryggingar, lögskráningu sjómanna og útgáfu á ýmsum leyfum og skírteinum. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli er til húsa að Austurvegi 6, 860 Hvolsvelli.
 
8. sæti 
Ferðamálastofa
Einkunn: 4,22
Fjöldi starfsmanna: 14 á Íslandi.
Helstu verkefni: Ferðamálastofa sér meðal annars um útgáfu leyfa, skráningu á starfsemi og eftirliti með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. Einnig sér hún um framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu og markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu. Ferðamálastofa er til húsa að Lækjargötu 3, 101 Reykjavík og Strandgötu 29, 600 Akureyri.
 
9. sæti
Landmælingar Íslands
Einkunn: 4,20
Fjöldi starfsmanna: 27
Helstu verkefni: Landmælingar Íslands fást við grunnverkefni á sviði landmælinga og landupplýsinga. Stofnunin sér meðal annars um uppbyggingu og viðhald landshnita- og hæðarkerfis. Einnig sér hún um gerð, viðhald og miðlun á stafrænum þekjum, skráningu og miðlun upplýsinga um landfræðileg gagnasöfn og gerð og notkun staðla á sviði landupplýsinga. Landmælingar Íslands eru til húsa að Stillholti 16-18, 300 Akranesi.

10. sæti
Staðlaráð Íslands
Einkunn: 4,20
Fjöldi starfsmanna: 10
Helstu verkefni: Staðlaráð Íslands hefur umsjón með staðlagerð á Íslandi. Það felur í sér að aðhæfa og staðfesta þá staðla sem skylt er vegna aðildar Staðlaráðs að erlendum staðlasamtökum. Að greiða fyrir því að íslenskum stöðlum verði beitt í opinberri stjórnsýslu og hjá einkaaðilum. Að starfrækja miðstöð stöðlunarstarfs á Íslandi sem þjónustar stofnanir, fyrirtæki, einstaklinga og samtök sem vilja nýta sér staðla. Staðlaráð Íslands er til húsa að Laugavegi 178, 105 Reykjavík. and start typing

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)