Starfsmennt Fræðslusetur logo
Framvegis miðstöðs símenntunar logo
Félagsmálaskóli alþýðu logo

SFR leggur áherslu á fræðslu og starfsþróun bæði fyrir félagsmenn og kjörna fulltrúa. Unnið er markvisst að því að styrkja fræðslu og starfsþróun, m.a. í gegnum kjarasamninga og með samstarfi um fræðslumál við ýmsa aðila. 

Fræðslusetrið Starfsmennt er í eigu SFR og er rekið í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og flest stéttarfélög innan BSRB. Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar.

Framvegis miðstöð símenntunar er í eigu SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og hefur það að markmiði að bjóða metnaðarfullt nám og námskeið fyrir fullorðna sem svara þörfum atvinnulífsins.

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af BSRB og Alþýðusambandi Íslands. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Félagsmálaskólinn býður upp á námskeið fyrir trúnaðarmenn, stjórnarmenn og starfsfólk stéttarfélaga. 

SFR tekur þátt í Starfsgreinaráði heilbrigðis, félags- og uppeldisgreina sem er ráðherra til ráðgjafar um starfsnám á framhaldsskólastigi. Hlutverk þeirra er m.a. að gera tillögur um almenn markmið náms, skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni og gera tillögur um lokamarkmið náms. 

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)