Orlofshús og íbúðir

SFR á og rekur tæplega 40 eignir innanlands og í Kaupmannahöfn og er auk þess með fjölmörg hús og íbúðir til framleigu yfir orlofstímann á sumrin, sjá nánar í orlofsblaði.

Orlofshús og íbúðir í eigu SFR eru á Suðurlandi (Vaðnes 8 hús og Hólasetur í Biskupstungum (hundahús)), fjórar íbúðir í Reykjavík, á Vesturlandi (Munaðarnes 11 hús, Húsafell 2 hús, Skorradalur, Arnarstapi, Selásar Borgarbyggð), á Norðurland (orlofshús í Kjarnabyggð 2 íbúðir á Akureyri) og á Austurlandi (Eiðar 4 hús). 

Aðrir orlofskostir

Stjórn orlofssjóðs ákveður hvaða önnur orlofstilboð eru í boði hverju sinni og eru þau auglýst í Orlofsblaði SFR sem öllu jafna kemur út í mars á hverju ári.

Sumarið 2017 eru eftirfarandi möguleikar í boði: Hótelmiðar á Fosshótel, Edduhótel og hótel Keili Reykjanesbæ, Veiðikortið, Útilegukortið, Gjafabréf í flug og í ferðir Úrvals Útsýnar, Orlofsávísun (úthlutað með sama hætti og orlofshúsum) og svo eru seldir miðar í Hvalfjarðargöng í stykkjatali á skrifstofu SFR. Lesa meira hér.

Mikilvægt er að virða brottfarartíma orlofshúsa. Prentið út kvittanir áður en farið er í bústað, þar má m.a. finna upplýsingar um komu- og brottfarartíma, símanúmer umsjónarmanns o.fl.

Gæludýr eru stranglega bönnuð á orlofshúsasvæðunum, það gildir líka um gæludýr gesta.

Góð umgengni er hagur okkar allra og því er mikilvægt að skilja við eins og við viljum koma að. SFR áskilur sér rétt til að innheimta fyrirvaralaust sérstakt þrifagjald þar sem ekki er nægjanlega vel skilið við.  Góður frágangur er á ábyrgð leigutaka.

Reykingar eru stranglega bannaðar í húsunum.

Nauðsynlegt og gott að taka með: Salernispappír, handsápu og sjampó, sængurfatnað (lín) og lök, handklæði, diskaþurrkur, borðtuskur, plastpoka, eldhúsrúllur, kaffipoka (filter), kol (ef kolagrill), kerti og eldspýtur, álpappír, krydd, sykur og olíu til steikingar, og svo hleðslutæki fyrir gemsann.