Beint ß lei­arkerfi vefsins

Starfsmenntunarsjˇ­ur

Markmið starfsmenntunarsjóðs er að félagsmenn geti leitað eftir fjárstuðningi vegna kostnaðar við nám sem beinlínis er við það miðað að þeir geti tileinkað sér framfarir og tæknibreytingar í sínu starfi. Sömuleiðis að þeir geti nýtt sér námskeið, sem geri þeim mögulegt að taka að sér vandasamari störf en þeir gegna, og eigi ennfremur kost á endurhæfingarmenntun séu störf þeirra lögð niður vegna tækni- og/eða skipulagsbreytinga.

SFR félagar geta sótt um styrki úr Starfsmenntunarsjóði SFR vegna;

  • náms- og starfsmenntunar
  • ráðstefnu/námsstefnu/kynnisferðar erlendis
  • ráðstefnu/námsstefnu/kynnisferðar innanlands
  • námskeiðs til starfsréttinda án beinnar tengingar við starf
  • sjálfsstyrkingarnámskeiðs
  • lífsleikninámskeiðs

Starfsmenntunarsjóður setur sér úthlutunarreglur á hverjum tíma sem miðast við þarfir umsækjenda og ráðstöfunarfé sjóðsins.

Stjórn starfsmenntunarsjóðs
Bryndís Theódórsdóttir frá Vinnumálastofnun (tilnefnd af stjórn)
Guðrún Kristín Svavarsdóttir frá Landspítala
Lárus Stefán Ingibergsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Ólafía Lilja Sævarsdóttir frá Tryggingastofnun Íslands
Páll Svavarsson frá Hafrannsóknarstofnun
Svanhildur Steinarsdóttir frá Námsmatsstofnun

Stjórn sjóðsins er skipuð 6 fulltrúm, 5 sem kosnir eru á aðalfundi til þriggja ára í senn og einum tilnefndum úr stjórn SFR. Stjórn sjóðsins heldur fund einu sinni í mánuði ásamt fulltrúa frá skrifstofu SFR. Þar er fjallað um þær umsóknir sem borist hafa hverju sinni.

Skattaskýrslan - styrkir frá SFR
Styrkir vegna námsskeiða eða námskostnaðar birtast nú sjálfkrafa á skattaskýrslum þeirra félagsmanna sem fengið hafa slíka styrki. Mikilvægt er að skrá kostnaðinn á móti, Í reit nr. 149 skráist frádráttur á móti náms-, rannsóknar- og vísindastyrkjum.


Slˇ­in ■Ýn:

Sjˇ­ir og styrkir » Starfsmenntunarsjˇ­ur