Beint á leiđarkerfi vefsins

Velkomin á vef SFR

Fréttir

9. október 2015

Enn er tími!

IMG_0417Formenn SFR, SLFÍ og LL hittu ásamt fjölda félagsmanna Sigmund Davíð forsætisráðherra nú í morgun í stjórnarráðinu við upphaf ríkisstjórnarfundar. Þar afhentu formennirnir ráðherra yfirlýsingu frá félögunum þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að semja áður en verkfall þúsunda ríkisstarfsmanna skellur á.

8. október 2015

Stjórnarráđiđ í fyrramáliđ – sýnum styrk okkar

20131104-_MG_4157

Kæru félagsmenn,
Nú stefnir því miður allt í verkfall hjá félagsmönnum okkar sem starfa hjá ríkinu. Vilji stjórnvalda til samninga hefur verið lítill sem enginn og samningafundir hingað til árangurslausir. Til að leggja áherslu á kröfur okkar höfum við boðið til verkfalls 15. október næstkomandi. Vilji okkar er þrátt fyrir það að semja, og enn er tími. Við viljum sýna þann vilja í verki og mæta fyrir framan stjórnarráðið í fyrramálið kl. korter yfir níu þegar ríkisstjórnarfundur hefst. Þar munum við afhenda forsætisráðherra yfirlýsingu þessa efnis.

Við vonum að sem flestir komist þrátt fyrir að hér sé um að ræða vinnutíma hjá mjög mörgum. Það er mikið í húfi og við þurfum að sýna að okkur sé alvara.

Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu.

6. október 2015

Árangurslaus samningafundur viđ samninganefnd ríkisins

Samningafundi SFR, SLFÍ og LL við samninganefnd ríkisins lauk fyrir stundu. Ljóst er að fjármálaráðherra hefur sent...Nánar

2. október 2015

Baráttukveđjur ađ vestan

Félagsfundur Lögreglufélags Vestfjarða, sem haldinn var í gær fimmtudaginn, sendi frá sér ályktun þar sem SFR og...Nánar

30. september 2015

Trúnađarmannaráđsfundi frestađ

Ákveðið hefur verið að fresta ráðgerðum trúnaðarmannafundi sem átti að vera þann 6. október...Nánar
Fréttir á RSS-formi

Útgáfa

Blað-Stéttarfélaganna_haus 

SFR - STRV  BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA
Gefið út af SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar

_______________________________________________________________________________________

 SFRblaðið--hreint-omkring

SFR blaðið er gefið út reglulega og dreift til allra félagsmanna.

Það er einnig aðgengilegt hér á vefnum. 

_______________________________________________________________________________________

Veffrettabref-haus

Veffréttarit SFR er sent út reglulega til félagsmanna.

Mikilvægt er að félagsmenn gefi skrifstofu félagsins upplýsingar um rétt netföng til að auðvelda rafrænar sendingar.

__________________________________________________________________________________________

Upplýsingabæklingur um einelti: 

Einelti_bæklingur_forsida  Samstaða gegn einelti á vinnustöðum


SFR-bæklingur_2010-1  Félagið þitt - kynningarbæklingur um félagið.


Greinar

29. júní 2015

Kjaradeilur opinberra

Juni-blad-netid-1.jpg-litilLeiðari Blaðs stéttarfélaganna 3. tbl. 2015

Vinnumarkaðurinn er í uppnámi, lög hafa verið sett á verkfallsaðgerðir stórra hópa opinberra starfsmanna. Fjölda samninga hefur verið vísað til sáttasemjara og enn bíða mörg félög eftir því að þeirra viðræður hefjist.

8. maí 2015

Aulinn Ísland

1 mai blad forsíðaLeiðari 2. tbl. Blaðs stéttarfélags 1. maí 2015

Í umræðunni um kjara- og efnahagsmál undanfarið hefur gætt mikils tvískinnungs. Þegar stjórnvöld ræða um efnahagsmál er bjart framundan. Íslenskur efnahagur hefur risið afburðavel úr öskustónni frá hruni, meira að segja svo vel að við höfum fengið klapp á bakið frá erlendum sérfræðingum vegna þess hversu vel við stöndum okkur.

 

Greinar á RSS-formi

Á döfinni

13. október 2015

Stjórnarfundur SFR

Fundur hefst kl. 15.

15. október 2015

Októberfest

27. október 2015

Stjórnarfundur SFR

Á döfinni á RSS-formi

Til félagsmanna

8. október 2015

Undanţágur og starfsskyldur félagsmanna

Störf sem undanþegin eru verkfallsheimild, vaktskrár og starfsskyldur félagsmanna

Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélags Íslands við ríkið, vilja verkfallsstjórnir félaganna leggja áherslu á að störf félagsmanna á undanþágulista eiga einungis að taka til „nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu“ skv. 5.tl. 19.gr. laga nr. 94/1986.

Þetta merkir að starfsskyldur félagsmanna SFR og SLFI, sem starfa skv. undanþágulista í verkfalli, eru einungis bundnar við bráðaþjónustu og neyðartilvik, en ná ekki til almennra starfsskyldna eða þjónustu sem sinnt er dags daglega hjá stofnunum ríkisins.

SFR og SLFÍ ganga út frá því að forstöðumenn og stjórnendur stofnana virði verkfallsheimildir starfsmanna sinna og kjarabaráttu, og forðist að aðhafast nokkuð það sem leitt getur til árekstra og átaka.

Til félagsmanna á RSS-formi
Bćklingur
Afsláttarkjör fyrir SFR félaga
Starfsmennt
LSR
BSRB
VIRK

Verkfall 2015
Sćkja um styrki
Orlofshús

Gott að vita námskeiðin!

SFR og St.Rv. bjóða sameiginlega upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn nú á haustönn. Skráning og nánar um námskeiðin hér.