Beint á leiđarkerfi vefsins

Velkomin á vef SFR

Fréttir

27. mars 2015

Ađalfundur SFR

Aðalfundur SFR 25mars2015 (25) (Copy)Aðalfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn 25. mars síðast liðinn og var afar góð mæting á fundinn. Formaður félagsins Árni Stefán Jónsson rakti viðburði og áherslur síðast liðins ár og framkvæmdastjórinn Þórarinn Eyfjörð fór yfir reikninga og fjárhagsáætun. Að venju var tilkynnt um val á trúnaðarmanni ársins en að þessu sinni hlaut Ólafur Hallgrímsson heiðurinn. Ólafur hefur um árabil setið í stjórn félagsins og verið formaður og ein helsta driffjöður félagsins í orlofsmálum og er hann vel að heiðrinum kominn.

26. mars 2015

Sameiginleg kröfugerđ ţriggja félaga lögđ fram

Samninganefndirnar þrjar fyrir utan skrifstofu satÍ dag lögðu samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna fram sameiginlega kröfugerð félaganna í komandi kjarasamningum. Félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5200 manns.

 

25. mars 2015

Ađalfundur SFR kl. 17 í dag - Félagsmenn hvattir til ađ mćta

Aðalfundur SFR stéttarfélags í almannaþjónustu verður haldinn 25. mars næstkomandi, kl 17:00 að Grettisgötu 89....Nánar

20. mars 2015

Eingreiđsla 1. apríl 2015

Félagsmenn SFR sem starfa hjá ríki, sjálfseignastofnunum sem greiða eftir kjarasamningi SFR og ríkisins og Samtökum fyrirtækja...Nánar

19. mars 2015

Samstarf í kjaraviđrćđum

Þrjú stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið hafa tekið höndum saman og leggja fram sameiginlega kröfugerð...Nánar
Fréttir á RSS-formi

Útgáfa

Blað-Stéttarfélaganna_haus 

SFR - STRV  BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA
Gefið út af SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar

_______________________________________________________________________________________

 SFRblaðið--hreint-omkring

SFR blaðið er gefið út reglulega og dreift til allra félagsmanna.

Það er einnig aðgengilegt hér á vefnum. 

_______________________________________________________________________________________

Veffrettabref-haus

Veffréttarit SFR er sent út reglulega til félagsmanna.

Mikilvægt er að félagsmenn gefi skrifstofu félagsins upplýsingar um rétt netföng til að auðvelda rafrænar sendingar.

__________________________________________________________________________________________

Upplýsingabæklingur um einelti: 

Einelti_bæklingur_forsida  Samstaða gegn einelti á vinnustöðum


SFR-bæklingur_2010-1  Félagið þitt - kynningarbæklingur um félagið.


Greinar

23. febrúar 2015

Áhrif opinberra ađhaldsađgerđa miklar

alma netFréttatíminn 20. febrúar 2015

 Alma Lísa Jóhannsdóttir sérfræðingur hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu

Helmingur stjórnenda í ríkisrekstri telur aðdráttarafl ríkisins sem vinnuveitanda hafa versnað á síðast liðnum fimm árum en hafa tiltrú á starfsmönnum ríkisins. Niðurskurður verkefna og frestun nýrra verkefna eru algengustu niðurskurðaraðgerðir í kjölfar fjárhagskreppunnar.

29. janúar 2015

...vegna sérstakra ađstćđna?

Garðar apríl 201320131104-_MG_4190Leiðari 1. tbl. Blaðs stéttarfélagsins janúar 2015

Eftir Árna Stefán Jónsson, formann SFR og Garðar Hilmarsson, formann St.Rv.

Það leynir sér ekkert að ár kjaraviðræðna er runnið upp, enn og aftur. Í fjölmiðlum keppast fulltrúar atvinnulífsins og ríkisins við að segja hversu mikilvægt er að halda hinu dýrmæta jafnvægi í efnahagslífinu eins og þeim er gjarnan tíðrætt um á svona tímum. Hinum megin við borðið krefjast fulltrúar launafólks sanngjarnra kjara, í takt við þá samninga sem ríkið sjálft hefur samið um undanfarnar vikur. Enda ekki nema von á öðru. Læknar fengu sína sanngjörnu leiðréttingu „... vegna sérstakra aðstæðna“ eins og sagt var og því geta fulltrúar annarra stétta  almannaþjónustunnar – vænt þess sama, enda hafa hinar „sérstöku aðstæður“ sannarlega  átt við á þeirra vinnustöðum líka.

Greinar á RSS-formi

Á döfinni

Á döfinni á RSS-formi

Til félagsmanna

24. mars 2015

Starfsmennt opnar nýjan náms- og ţekkingarvef

Þann 11. mars sl. opnaði Fræðslusetrið Starfsmennt nýjan og glæsilegan náms- og þekkingarvef. Vefurinn er miklu meira en upplýsingavefur því hann inniheldur afar fullkomið námskeiðakerfi, þannig að notendur kerfisins verða jafnt nemendur sem kennarar, ásamt starfsmönnum Starfsmenntar. Hér á YouTube er ítarlegt viðtal við Huldu Önnu Arnljótsdóttur, framkvæmdastjóra Starfsmenntar, um vefinn. 

Til félagsmanna á RSS-formi
Bćklingur
Afsláttarkjör fyrir SFR félaga
Starfsmennt
LSR
BSRB
VIRK

Sćkja um styrki
Orlofshús
Kaup & kjör

Umsóknarfrestur fyrir orlofshús er til og með 8. apríl

Frestur til að sækja um orlofshúsin er til og með 8. apríl. Úthlutun verður lokið 10. apríl. Opnað verður fyrir bókanir dagleiguhúsa á vefnum 28. apríl kl. 9:00. 

Heyrist þín rödd?

Könnun um val á Stofnun ársins og launakönnun hefur verið send út til félagsmanna. SFR hvetur þig til að svara og láta rödd þína heyrast, því fleiri sem svara því háværari verða raddirnar. 

Sjá hvatningarmyndband.

Áður en lagt er af stað í orlofshús!

Mikilvægt er að prenta ætið út nýja kvittun skömmu áður en lagt er af stað í orlofshús á vegum SFR þar sem upplýsingar um lyklakóða, símanúmer og fleira gæti hafa breyst. Prenta hér.

Bókanir á orlofsvef

Opið er fyrir bókanir innanlands fjóra mánuði fram í tímann, og fimm mánuði fyrir orlofsmöguleika SFR utanlands. Fyrsta virka dag í mánuði bætist við vefinn nýr mánuður og er opnað fyrir bókanir á orlofsvefnum kl. 9.