Beint á leiðarkerfi vefsins

Velkomin á vef SFR

Fréttir

26. maí 2015

Orlofsuppbót greidd 1. júní

SFRlogo_midjad minnaÞar sem kjarasamningar eru nú lausir og ekki hefur enn verið samið mun orlofsuppbótin verða sú sama og í fyrra. Upphæðin er 39.500 kr. fyrir alla hópa SFR félaga og er greidd hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbótin skal greidd út 1. júní ár hvert til þeirra starfsmanna sem eru í starfi til 30. apríl næst á undan.

22. maí 2015

SFR styrkir verkfallssjóð BHM og lýsir yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir

IMG_9915Á fjölmennum fundi félagsmanna BHM nú í hádeginu afhenti Árni Stefán Jónsson formaður SFR bandalaginu 15 milljónir króna úr Vinnudeilusjóði félagsins og sýndi með því samstöðu SFR við félagsmenn BHM sem verið hafa í verkfalli undanfarnar vikur. Árni Stefán las upp og afhenti síðan Þórunni Sveinbjarnardóttur formanni BHM bréf þar sem SFR lýsir yfir stuðningi við bandalagið í þeirri harkalegu kjarabaráttu sem nú stendur yfir. Nokkur hundruð félagsmenn BHM voru á fundinum og fögnuðu orðum Árna Stefáns ákaft og Þórunn þakkaði fyrir þann kærkomna peningastuðning sem þarna var veittur og þeim mikla samhug sem honum fylgir.

21. maí 2015

Ársfundur LSR - stærsta lífeyrissjóðs landsins

Á ársfundi LSR í dag kom meðal annars fram í máli Árna Stefáns Jónssonar formanns sjóðsins að samanlagðar...Nánar

21. maí 2015

Laus orlofshús um helgina

Um helgina geta áhugasamir félagsmenn leigt orlofshús bæði í Munaðarnesi (Vörðuás) og í Vaðnesi. Kíkið...Nánar

20. maí 2015

Trúnaðarmenn funda

Trúnaðarmannaráð SFR fundaði í gær og fór Árni Stefán Jónsson formaður SFR þar meðal annars...Nánar
Fréttir á RSS-formi

Útgáfa

Blað-Stéttarfélaganna_haus 

SFR - STRV  BLAÐ STÉTTARFÉLAGANNA
Gefið út af SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar

_______________________________________________________________________________________

 SFRblaðið--hreint-omkring

SFR blaðið er gefið út reglulega og dreift til allra félagsmanna.

Það er einnig aðgengilegt hér á vefnum. 

_______________________________________________________________________________________

Veffrettabref-haus

Veffréttarit SFR er sent út reglulega til félagsmanna.

Mikilvægt er að félagsmenn gefi skrifstofu félagsins upplýsingar um rétt netföng til að auðvelda rafrænar sendingar.

__________________________________________________________________________________________

Upplýsingabæklingur um einelti: 

Einelti_bæklingur_forsida  Samstaða gegn einelti á vinnustöðum


SFR-bæklingur_2010-1  Félagið þitt - kynningarbæklingur um félagið.


Greinar

30. mars 2015

Svik stjórnvalda og lögbrot við uppsagnir

Arni við skrifborð ...þungur a brunÁrni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu skrifar á www.visir.is

Fimmtán starfsmönnum Samgöngustofu hefur verið sagt upp. Í þeirra hópi voru sex félagsmenn SFR og er meðalaldur þeirra 59 ár. Einum býðst endurráðning á lakari kjörum. Kjör þriggja félagsmanna voru skert og fimmtán félagsmenn SFR voru færðir til í starfi. Þá var einnig kynnt á starfsmannafundi að ekki yrði ráðið í 8 stöður sem vitað er að losni á árinu.

23. febrúar 2015

Áhrif opinberra aðhaldsaðgerða miklar

alma netFréttatíminn 20. febrúar 2015

 Alma Lísa Jóhannsdóttir sérfræðingur hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu

Helmingur stjórnenda í ríkisrekstri telur aðdráttarafl ríkisins sem vinnuveitanda hafa versnað á síðast liðnum fimm árum en hafa tiltrú á starfsmönnum ríkisins. Niðurskurður verkefna og frestun nýrra verkefna eru algengustu niðurskurðaraðgerðir í kjölfar fjárhagskreppunnar.

Greinar á RSS-formi

Á döfinni

2. júní 2015

Hvernig búum við til fjölskylduvænna samfélag?

Jafnréttisnefnd BSRB boðar til morgunverðarfundar þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 8:30-10:00 undir...
Á döfinni á RSS-formi

Til félagsmanna

22. maí 2015

Jónsmessuferð LSFR 2015 - skráning hafin

Jónsmessuferðin er á Suðurlandið miðvikudaginn 24. júní, lagt af stað stundvíslega kl. 8.  Skráning hér.

19. maí 2015

Ársfundur LSR

Til félagsmanna á RSS-formi
Bæklingur
Afsláttarkjör fyrir SFR félaga
Starfsmennt
LSR
BSRB
VIRK

Sækja um styrki
Orlofshús
Kaup & kjör

Dagleiguhús - opnað fyrir bókanir 28. apríl

Opnað verður fyrir bókanir dagleiguhúsa á vefnum 28. apríl kl. 9:00. Sjá nánar hér í orlofsblaði SFR á bls. 9. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Áður en lagt er af stað í orlofshús!

Mikilvægt er að prenta ætið út nýja kvittun skömmu áður en lagt er af stað í orlofshús á vegum SFR þar sem upplýsingar um lyklakóða, símanúmer og fleira gæti hafa breyst. Prenta hér.

Bókanir á orlofsvef

Opið er fyrir bókanir innanlands fjóra mánuði fram í tímann, og fimm mánuði fyrir orlofsmöguleika SFR utanlands. Fyrsta virka dag í mánuði bætist við vefinn nýr mánuður og er opnað fyrir bókanir á orlofsvefnum kl. 9.